133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

breyting á IV. viðauka við EES-samninginn.

648. mál
[18:55]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi þýðingarnar þá er búið að tilkynna EFTA og ESB að Ísland hafi ekki náð að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara innan sex mánaða tímabilsins. Þýðingarvandinn er að verða nokkuð mikill og það er búið að koma því að framfæri að þýðingarvandinn seinki innleiðingu tilskipana hér á landi.

Varðandi viðskipti yfir landamæri þá hefur það ekki áhrif, miðað við þær upplýsingar sem ég hef. Eins og ég skil málið skyldar það okkur ekki til að tengjast raforkukerfi annarra landa, að það sé skilningur á því að hér sé um sérstakar aðstæður að ræða og því tel ég að við séum ekki að taka upp þá skyldu hér. Ég tel eðlilegt að utanríkismálanefnd fari sérstaklega yfir það mál og skoði það vel.