133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

breyting á IV. viðauka við EES-samninginn.

648. mál
[18:56]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég get ekki stillt mig um að benda á þá mynd sem blasir við að tilgangur þessarar reglugerðar er að koma á aukinni samkeppni innan lands og í löndum Evrópusambandsins með því að tengja saman raforkumarkaðina. Í ljósi þess að í reglugerðinni felst engin kvöð eða skylda fyrir íslensk stjórnvöld til að vinna að því að tengja markaðina saman þá er tilgangur alls þessa náttúrlega mjög óljós, virðulegi forseti.