133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

réttarstaða liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins o.fl.

655. mál
[21:12]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka að hv. þingmaður dregur of miklar ályktanir og oftúlkar. Gagnvart friðargæslunni erum við einungis að tala um réttarstöðu. Ekki er hægt að draga þá ályktun, eins og hv. þingmaður orðaði það, að við verðum vopnuð þjóð við það að staðfesta samninginn um Samstarf í þágu friðar með vísun í ákvæðin varðandi réttarstöðu í SOFA-samningnum. Það er ekki þannig.

Ég tel að hv. þingmaður muni fá þessar skýringar og betri tækifæri til þess að ræða þessi mál í hv. utanríkismálanefnd þegar málið berst þangað. En um er að ræða oftúlkanir hv. þingmanns.