133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

losun gróðurhúsalofttegunda.

641. mál
[21:36]
Hlusta

umhverfisráðherra (Jónína Bjartmarz) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil árétta að ég hef fullan vilja til að upplýsa þessar tölur. Ég sat yfir þessu sjálf og ef ég legg saman þessi 8.000 þús., 1.700. þús. og síðan 785 þús. að þá fæ ég 10.485 þús. Þetta eru þær tölur sem ég rakti í framsögu minni.

Að öðru leyti vil ég segja við fyrirspurn og spurningu hv. þm. Marðar Árnasonar, að eftir að kerfið er komið í gang felur þetta jafnframt í sér að það er bannað að selja heimildir sem falla innan almenna ákvæðisins. Eftir að skuldbindingartímabilið hefst árið 2008 þá tekur þetta bann við að selja heimildir líka til þess sem fellur undir almenn ákvæðið, ekki bara til heimilda sem falla undir Kyoto-bókunina.