133. löggjafarþing — 84. fundur,  8. mars 2007.

skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.

668. mál
[11:13]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Frú forseti. Alveg er það dæmigert fyrir hv. þingmann að hann skuli tala með þessum hætti um þessi alvarlegu mál og gera þannig lítið úr því verkefni sem hér á að ráðast í og sem jaðrar við að kenna ríkisstjórninni um eitthvað sem gerðist fyrir áratugum síðan, (ÖS: Nei, …) jaðraði við sagði ég. (ÖS: Þetta er tóm vitleysa hjá forsætisráðherra.) Svo er það náttúrlega þannig að í fyrirsögn þessa frumvarps og alls staðar annars staðar í því er talað um vistheimili í fleirtölu. Ég taldi mig hafa útskýrt það býsna vel, bæði í framsögu minni og í svari við andsvari hv. þingmanns hvað hér er á ferðinni. (Gripið fram í.) Það verður að taka hlutina í skipulegri röð og það er það sem stendur til að gera og það verður engum stofnunum eða aðilum sérstaklega hlíft þrátt fyrir ummæli hv. þingmanns.