133. löggjafarþing — 84. fundur,  8. mars 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

669. mál
[14:44]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að gleðjast yfir orðum hv. þm. Drífu Hjartardóttur. Hún er einmitt að mæla fyrir því sem Samfylkingin hefur gert ítrekað í þingsölum, að tollar á aðföngum til landbúnaðarframleiðslu verði felldir niður. Við höfum reyndar jafnframt ítrekað rætt um hækkun á raforkuverði til bænda sem hefur mikil áhrif á framleiðslukostnað þeirra. Ég verð að segja að ég gleðst mjög yfir því að fá stuðning hv. þm. Drífu Hjartardóttur við þennan málflutning okkar samfylkingarmanna og ég veit að við munum snúa bökum saman í baráttunni fyrir þessu.