133. löggjafarþing — 84. fundur,  8. mars 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

669. mál
[14:50]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eftir því sem ég man best er tiltekið ákveðið hlutfall af framleiðslu lambakjöts sem greinin á að flytja út. Ég tek það sem vísbendingu um það að það sé mat þeirra sem að samningnum standa að þetta hlutfall sé umframframleiðsla fyrir íslenskan markað. Ég get ekki skilið það öðruvísi.