133. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2007.

mælendaskrá í athugasemdum.

[11:02]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Hæstv. landbúnaðarráðherra telur að hér hafi farið fram utandagskrárumræða. Hér fór fram umræða um störf Alþingis. Henni háttar öðruvísi en í utandagskrárumræður þar sem málshefjandi kemur tvisvar í pontu.

Hæstv. forseti. Ég gerði athugasemd við það að hæstv. forsætisráðherra var hleypt fram fyrir í langri biðröð þingmanna sem höfðu óskað eftir orðinu um störf þingsins. Hæstv. forseti sagði að ég gæti treyst því að forseti færi að þingskapalögum. Hún las síðan upp ákvæði í þingskapalögunum þar sem er að finna heimildarákvæði til handa forseta um að víkja frá þeirri röð sem þingmenn hafa óskað eftir orðinu. Ég efast ekki um að heimildarákvæðið standist. Um hitt efast ég að rétt sé að mismuna þingmönnum í pólitísku hitamáli líkt og því sem hér um ræðir á þann hátt sem hæstv. forseti þingsins gerði. Við það geri ég athugasemd.