133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

bókhald fyrirtækja í erlendri mynt.

[15:10]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Mér er ekki kunnugt um það að Straumur-Burðarás eða önnur fjármálafyrirtæki hafi í hyggju að flytjast úr landi. Spurningin sem þingmaðurinn spurði í upphafi og var út í hött var um það hvort þessi reglugerð sem hann hefur gert að umtalsefni gengi þvert gegn tillögum nefndar um að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Ég tel þá spurningu út í hött. Það er alls ekki unnið gegn þeim áformum, heldur er þvert á móti á öðrum vettvangi á vegum ríkisstjórnarinnar verið að vinna að því að hrinda slíkum tillögum í framkvæmd.