133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

áhrif hvalveiða á ímynd Íslands.

[15:28]
Hlusta

utanríkisráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Eins og þingheimi er kunnugt er ekki langt í næstu kosningar og ég tel að í rauninni verði það verkefni nýrrar ríkisstjórnar að velta þessum hlutum fyrir sér. Ég reikna að sjálfsögðu með að sitja í henni. (Gripið fram í.) Ég tel ekki að þessi vinna hefjist fyrir kosningar.