133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

áhrif hvalveiða á ímynd Íslands.

[15:30]
Hlusta

utanríkisráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Nú fór hv. þingmaður ekki alveg rétt með í lokaræðu sinni. Ég hef aldrei sagt að þessar hvalveiðar hafi haft slæm áhrif á ímynd Íslands. Ég hef hins vegar sagt að það þurfi að rannsaka það áður en frekari ákvarðanir verði teknar um frekari veiðar.

Hvað varðar það hver tekur ákvörðun sem þessa er það þannig að ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald. Það er bara einn ráðherra sem fer með hvern málaflokk og í þessu tilfelli er það hæstv. sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn og tekur þessa ákvörðun formlega. Að sjálfsögðu, eins og fram hefur komið, var ákvörðun sjávarútvegsráðherra rædd í ríkisstjórn — og það oftar en einu sinni.