133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra.

541. mál
[15:36]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um frumvarp sem treystir innviði vinnumarkaðarins. Við erum að tryggja að þau lágmarkskjör, tryggingar og aðbúnaður sem á íslenskum vinnumarkaði gilda nái yfir starfsmenn fyrirtækja sem hafa staðfest þau í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins.

Eftir að takmarkanir um frjálsa för féllu niður þann 1. maí 2006 hefur dregið úr eftirspurn eftir starfsfólki þjónustufyrirtækja. Þar með talið starfsmannaleigna sem helst hafa tengst neikvæðri umræðu um slæma meðferð starfsmanna.

Fram hefur komið hjá gestum nefndarinnar að þessi þróun sé góð. Frumvarpið er framsækið og vel til þess fallið að vernda réttindi starfsmanna þjónustufyrirtækja til jafns við launþega sem eru í beinu ráðningarsambandi við íslensk fyrirtæki.

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu frumvarpi og vil í lokin þakka nefndarmönnum í hv. félagsmálanefnd fyrir afar gott samstarf í málinu.