133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[16:11]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Frú forseti. Í tilefni af þessum fyrirspurnum hv. þingmanns vil ég leyfa mér að vitna í framsöguræðu mína frá því áðan. Þar segi ég, með leyfi forseta:

„Um þessar auðlindir sem ríkið hefur ráðstöfunarrétt yfir, annaðhvort sem beinn eigandi eða á grundvelli almennra valdheimilda, gildir samkvæmt frumvarpinu að heimila má afnot eða hagnýtingu þeirra. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að ráðstafa mætti þessum sameiginlegu auðlindum með varanlegum hætti til einkaaðila.“