133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[18:02]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum að reyna að átta okkur á því hvað þetta þýðir, þetta ákvæði eða þessi hugmynd sem hér er fram borin. Mig langar að beina einni spurningu til hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hún er svona: Hvaða náttúruauðlindir verða ekki afhentar varanlega ef löggjafinn í framtíðinni ákveður að gera það, hver er með öðrum orðum vörn stjórnarskrárinnar gagnvart misvitrum alþingismönnum framtíðarinnar sem ákveða að afhenda náttúruauðlindir varanlega með lögum? Hvaða náttúruauðlindir eru það sem löggjafinn getur ekki afhent fari þetta ákvæði inn í stjórnarskrá?