133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[18:06]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta eru náttúrlega hreinar rangfærslur (Gripið fram í: Nú?) sem hv. þingmaður leyfir sér að gamni sínu að fara með. Ég vitnaði til þess sem ég hef heyrt eftir lögfræðingum, prófessorum við Háskóla Íslands, að til sé undanþága frá því að þjóðareigninni verði ekki ráðstafað með varanlegum hætti. Það er meginreglan. Ég tók fram að ég væri að vitna til þess sem lögfræðingar hafa sagt mér. Það eru hreinar rangfærslur að draga þær ályktanir af þessu sem hv. þingmaður gerði.