133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[18:07]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir því að bera af mér sakir vegna þess að hæstv. ráðherra fullyrti að ég hefði haldið fram rangfærslum að gamni mínu í jafnalvarlegri umræðu og hér er.

Það kom skýrt fram að hæstv. ráðherra talaði um að þjóðareignir yrðu ekki afhentar þrátt fyrir að skýrt lægi fyrir að engin skilgreining væri til á hugtakinu þjóðareign. Þetta væri, eins og einhver þingmaður mundi orða það, nánast tómt mengi sem þýðir að efnisinnihaldið er ekkert. Það er eðlilegt að þingmaður geri kröfu til þess að hæstv. ráðherra sem leyfir sér að tala á þennan hátt útskýri mál sitt á málefnalegan hátt en hegði sér ekki eins og hann gerði hérna. Því óskaði ég eftir því að fá að bera af mér sakir, virðulegi forseti.