133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[18:13]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefur áður komið fram í umræðunni að ákvæði um atvinnuréttindi og jafnræðisregla halda auðvitað gildi sínu samkvæmt stjórnarskrá. Ég skal viðurkenna að ég var kannski heldur stuttorður í fyrri andsvörum mínum. Samkvæmt ákvæðinu er að sjálfsögðu fjallað um spurningu hv. þingmanns í þeim lögum sem löggjafinn kýs og kann að kjósa að setja um þessi efni.