133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[19:08]
Hlusta

Jón Kristjánsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Eins og kom fram í ræðu minni áðan var ekki samkomulag í stjórnarskrárnefnd um annað en að fram færi heildarendurskoðun á stjórnarskránni og ég vann í þeim anda. Þetta ákvæði féll þar innan. Ég vann í þeim anda að það yrði heildarendurskoðun eins og ég áleit að samkomulag væri um í nefndinni.

Hitt hef ég aldrei dregið fjöður yfir að ég hafði áhyggjur af þessu ákvæði vegna þess að það var í stjórnarsáttmálanum, enda var það síðan tekið upp á vegum stjórnarflokkanna þegar nefndin hafði skilað tillögum sínum.