133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[00:08]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla nú ekki að svara þessu síðasta sem fram kom hjá hv. þingmanni. Það er alrangt að ég sé þeirrar skoðunar að gefa eigi náttúruauðlindir og afhenda þær án þess að endurgjald komi fyrir. Eignir ríkisins eiga ekki að ganga til manna með einhverjum gjafagerningum og hafa ekki gert og ég hef aldrei stutt slíkar hugmyndir.