133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[00:56]
Hlusta

Ingvi Hrafn Óskarsson (S) (andsvar):

Ég held að það sé alveg ljóst eftir þá umfjöllun sem hefur verið um frumvarpið hér í dag að ekki er um að ræða eignarréttarlegt hugtak í hefðbundnum skilningi, ekki eignarréttarlegt hugtak sem tengist þessum hefðbundnu eignarheimildum. Þetta er almenn stefnuyfirlýsing um það hvernig ríkisvaldið muni beita rétti sínum til að móta reglur, það eigi að vera í þágu allra landsmanna o.s.frv. eins og hér hefur verið rætt.