133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[01:46]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skildi blaðamannafund stjórnarandstöðunnar þannig að hún væri að bjóða Framsóknarflokknum upp á samstarf. (Gripið fram í: … ríkisstjórninni.) Það kom fram, ef ég man rétt, hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni í umræðum um þennan fund. Mér skildist líka að stjórnarandstaðan hefði þar lýst sig tilbúna til að greiða fyrir því að náttúruauðlindirnar yrðu settar inn sem ákvæði í stjórnarskrá sem þjóðareign. Stjórnarandstaðan sem var þarna á fundinum var líka tilbúin til að taka orðalag beint upp úr stefnuyfirlýsingunni í stjórnarskrána sem eitthvert svona lágmark. Þannig skildi ég þennan fund (Gripið fram í.) og fylgdist ég bara ágætlega með honum. Ég tel að ég hafi alveg skilið það rétt að þarna var stjórnarandstaðan einungis að tala til Framsóknarflokksins.