133. löggjafarþing — 86. fundur,  13. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[01:50]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hjó eftir því í ræðu hæstv. heilbrigðisráðherra að hún vitnaði í Morgunblaðið, málgagn Sjálfstæðisflokksins, einhvern leiðara í því blaði og notaði hann til að styrkja fullyrðingu sína um að hér væri verið að standa við ákvæði í stjórnarsáttmála.

Hæstv. ráðherra hefur setið í ríkisstjórn lengstan hluta kjörtímabilsins, verið þingmaður allt kjörtímabilið, verið ritari Framsóknarflokksins framan af því og mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvernig standi á því að við svo lítið af loforðum sem eru í stjórnarsáttmálanum hvað varðar sjávarútveginn og hinar dreifðu byggðir landsins hefur verið staðið. Ríkisstjórnin lagði af stað með ýmis fyrirheit í upphafi kjörtímabilsins. Hafa þau loforð sem ekki hafa verið efnd (Forseti hringir.) — og þau eru fjölmörg — nokkru sinni verið rædd í þingflokki (Forseti hringir.) Framsóknarflokksins og í ríkisstjórn?