133. löggjafarþing — 87. fundur,  13. mars 2007.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

686. mál
[14:30]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er óskaplega gott að vita að það skuli vera svona mikið af sérfræðingum til úti í heimi sem vita svona mikið um aðstæður hérna hjá okkur á Íslandi. Mjög uppörvandi að þeir skuli vera svona hvetjandi.

Hins vegar held ég að tvinnbílarnir séu annars eðlis en metangasbílarnir eins og ég fór yfir áðan. Ég sé a.m.k. ekki í hendi mér að sama ætti endilega að gilda um þá þótt ég telji að það geti verið ástæða til þess að gera tiltekna hluti varðandi þá og hugsanlegt að það komi fram á síðari stigum í því sem við erum að vinna þessa dagana. En ég held a.m.k. ekki að tímabært eða rétt sé að taka þá inn í þetta frumvarp.