133. löggjafarþing — 87. fundur,  13. mars 2007.

trjáræktarsetur sjávarbyggða.

51. mál
[17:52]
Hlusta

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er því miður ekki með umsagnirnar hérna hjá mér en þær voru mjög jákvæðar. Og það sem er svo ágætt við þetta verkefni er að í mörg ár eru búnar að fara fram rannsóknir einmitt á þessu sviði í Vestmannaeyjum.

Ég tel að afskaplega ánægjulegt sé fyrir Alþingi að samþykkja þetta því eins og við vitum er atvinnulíf mjög einhæft í Vestmannaeyjum og þetta yrði eitthvað sem við getum gert til að efla atvinnulífið og auka fjölbreytnina í rannsóknastarfi. Vestmannaeyjar eru reyndar alveg afskaplega ákjósanlegur staður á allan hátt til ýmissa rannsóknastarfa.