133. löggjafarþing — 87. fundur,  13. mars 2007.

lögmenn.

653. mál
[22:37]
Hlusta

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Hér mæli ég fyrir nefndaráliti frá allsherjarnefnd um frumvarp til laga um breyting á lögum um lögmenn. Þetta er tiltölulega einfalt mál sem er til komið vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA við að tvær tilskipanir Evrópusambandsins er varða þjónustu evrópskra lögmanna hér á landi séu ekki réttilega innleiddar í íslenskan rétt.

Nefndin kynnti sér afstöðu Lögmannafélags Íslands til málsins og félagið gerir ekki athugasemdir við sjónarmið Eftirlitsstofnunar EFTA. Nefndin vekur athygli á því að með breytingunni er ekki haggað við þeirri meginreglu réttarfarslaga að íslenska sé þingmálið.

Frumvarpið leggur það til að heimild lögmanns á Evrópska efnahagssvæðinu til að fara með mál fyrir dómstólum hér landi verði ekki lengur bundin við að hann þurfi að starfa með hérlendum lögmanni í þinghöldum.

Nefndin telur ástæðu til þess að leggja til að þetta frumvarp verði samþykkt.