133. löggjafarþing — 89. fundur,  15. mars 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

669. mál
[11:44]
Hlusta

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er bara þannig að í þessum samningi sem var undirritaður fyrir hönd beggja aðila á útflutningsskyldan að falla niður 2009. Þannig er gengið frá því. En það er alveg rétt sem kemur fram hjá hv. þingmanni að bændur vildu ekki að það kæmi inn í lagatexta fyrr en á næsta ári. Það er alveg hárrétt. En samningurinn lítur svona út eins og hann var lagður fyrir Alþingi og undirritaður af þessum aðilum, og það er rétt að þeir gerðu athugasemdir við þetta en ég ber ekki ábyrgð á samningnum sem slíkum. Það gerir fjármálaráðherra, landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands.