133. löggjafarþing — 89. fundur,  15. mars 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

669. mál
[11:47]
Hlusta

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hv. þm. Jón Bjarnason heldur áfram að ræða þetta mál en það kom fram í landbúnaðarnefnd að vegna þess að þetta er sett inn í lögin núna voru þetta 300 millj. inn í samninginn til að mæta þessari stöðu hjá bændum. Það voru settar 300 millj. kr. inn í samninginn í staðinn. Ef það á að breyta þessu hefði þurft að taka þann samning upp og lækka um þessar 300 millj., taka þær til baka.