133. löggjafarþing — 90. fundur,  15. mars 2007.

kennsla vestnorrænnar menningar í grunnskólum.

78. mál
[21:46]
Hlusta

Frsm. utanrmn. (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti utanríkisnefndar um tillögu til þingsályktunar um kennslu vestnorrænnar menningar í grunnskólum. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með orðalagi sem er í breytingartillögu sem ég flyt á þingskjali 1140 um að tillögugreinin orðist svo:

Alþingi ályktar, með hliðsjón af ályktun Vestnorræna ráðsins á ársfundi 2006, að skora á ríkisstjórn Íslands og landsstjórnir Færeyja og Grænlands að tekin verði upp kennsla í grunnskólum landanna um sögu, þjóðfélagsgerð, menningu og tungumál vestnorrænna nágrannaþjóða.