133. löggjafarþing — 90. fundur,  15. mars 2007.

Þjóðskjalasafn Íslands.

642. mál
[22:28]
Hlusta

Frsm. menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla svo sannarlega ekki að gera ágreining við hv. þm. Össur Skarphéðinsson um það sem frá honum fór í tengslum við þetta mál. Ég lít þannig á að þökkum hans sé beint til allrar nefndarinnar enda var nefndin, eins og ég sagði áðan, sérstaklega samstiga í þessu máli hvað varðar þær breytingar sem hún leggur til á frumvarpinu og á þar enginn skilið meira þakklæti en annar. Ég held að allir hafi lagt jafnmikið af mörkum í þá áttina en ég þakka hv. þingmanni fyrir ummæli hans.