133. löggjafarþing — 90. fundur,  15. mars 2007.

stjórn fiskveiða.

459. mál
[22:54]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þessi atvinnugrein, fiskveiðar, hefur einmitt í gegnum aldirnar byggst á frumkvæði og krafti einstaklinga, þó að núverandi kerfi, sem hefur verið byggt upp í kringum kvótakerfið, hafi miðað að því að brjóta það niður, hafi stöðugt miðað að því að fiskveiðiheimildir og rétturinn til að sækja sjóinn færist á hendur stórfyrirtækja. Það kerfi hefur lent harkalega á sjávarbyggðunum, hinum dreifðu sjávarbyggðum, sem stíluðu einmitt á einstaklingsframtakið. Hérna er ráðherra falið býsna mikið vald.

Ég styð frumvarpið innan þeirra marka að það sé betra en ekki innan þessa rangláta kerfis. En hefði ekki verið rétt að taka fram í nefndarálitinu og lýsa yfir áhyggjum yfir lítilli nýliðun í greininni og hvetja til þess að við úthlutun á heimildum verði horft til þess hvernig megi styrkja nýliðun, þ.e. nýja aðila til að koma inn í sjávarútveginn einmitt í þessum sjávarplássum.