133. löggjafarþing — 90. fundur,  15. mars 2007.

stjórn fiskveiða.

459. mál
[23:05]
Hlusta

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er augljóst að kvótakerfið er ein stór mistök, ein stór og alvarleg pólitísk mistök. Á þeim árum sem það hefur verið við lýði hafa hver mistökin verið gerð á fætur öðrum. Menn staga endalaust í kerfið og það versta af öllu er að það hefur ekki komið í veg fyrir rányrkju eins og hæstv. sjávarútvegsráðherra ræddi oft um á sínum tíma. Kerfið hefur ekki byggt upp fiskstofnana og hefur verið dæmalaust ósanngjarnt gagnvart mörgum sjávarbyggðum. Sumar búa við háa kvótastöðu og mikla kvótaeign en aðrar er búið að leggja í rúst, að stórum hluta vegna fyrirkomulagsins með hið frjálsa framsal veiðiheimilda. Byggðafórnirnar eru miklar og margar byggðir hafa þurft að axla þungar byrðar. (Forseti hringir.) Ég spyr því hv. þingmann að því sama og áðan.