133. löggjafarþing — 91. fundur,  16. mars 2007.

Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.

644. mál
[18:56]
Hlusta

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Verðlagsstofa tekur á þeim málum sem koma inn. En það koma kannski allt of fá mál inn. Maður þekkir ekki hvað mikið af málum eru kannski leyst annars staðar eða eru ekki kærð til Verðlagsstofu.

En hagsmunaaðilar sem ég hef rætt við segja að það hafi minnkað mjög mikið að sjómenn taki þátt í kvótakaupum eða kvótaleigu. Það var töluvert um þetta áður en þeir segja að þetta hafi minnkað.

Ég tel að með þessu frumvarpi séum við að styrkja heimildir Verðlagsstofu til þess að fylgja eftir eftirliti og í kjölfar umræðunnar sem nú er byrjuð getum við kannski verið sammála um að það vanti meira frumkvæði í starfsemi hjá þeim sem vinna hjá Verðlagsstofu, að menn eigi ekki eingöngu að bíða eftir því að fá kæruna inn. Þeir eiga kannski að fara meira í eftirlitsþáttinn utan stofunnar.