133. löggjafarþing — 92. fundur,  16. mars 2007.

losun gróðurhúsalofttegunda.

641. mál
[23:55]
Hlusta

umhverfisráðherra (Jónína Bjartmarz) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég náði ekki alveg öllu andsvari hv. þingmanns vegna anna utan dyra. Hv. þingmaður bar fyrst og fremst í tal hvort ætlunin væri að úthluta þessum kvóta fríum og í nefndaráliti minni hluta umhverfisnefndar hefur verið komið inn á að það sé rétt með þessi takmörkuðu gæði að þau séu seld, að menn þurfi að greiða fyrir þau.

Í svari mínu áðan gerði ég grein fyrir því að innan Evrópusambandsins, sem horft hefur verið til, er áliðnaðurinn ekki inni í kerfinu og versluninni með kvótann en það er vissulega svo að þar sem menn fara fram yfir þessar heimildir þurfa menn að greiða fyrir það á markaðsverði, þær heimildir sem þeir kaupa annars staðar frá sem er í sjálfu sér heldur ekki einfalt heldur mjög flókið fyrirbæri. Ég tel að þetta séu til lengri tíma litið fyrstu skrefin, sem m.a. orkumálastjóri hefur bent á, sem við eigum að taka. Eins háttar hjá Evrópusambandslöndunum mörgum, allt að því 90% af losunarheimildum eru fríar fyrir þau fyrirtæki sem falla undir það kerfi en fyrirtækin greiða þá fyrir það sem þau þurfa umfram það sem þau fá úthlutað frítt.