133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

umferðarlög.

388. mál
[19:40]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég legg fram breytingartillögu um að bæta í umferðarlögin skilgreiningu á því hvað sé akstursíþróttabraut í 2. gr. laganna þar sem skilgreiningarnar eiga sér stað. Þar segir að akstursíþróttabraut sé sérstakt svæði sem ætlað sé til æfinga, þjálfunar og kappaksturs vélknúinna ökutækja.

Ég vék örlítið að því í dag að mér þætti skorta á það að hugsa til framtíðar varðandi það að koma upp einhverri aðstöðu fyrir það unga fólk sem margt vill keppa í akstursíþróttum og ef til vill draga þannig úr glannaakstri á þjóðvegum landsins. Hér er eingöngu verið að opna farveg fyrir það í umferðarlögum að á slíku sé til skilgreining.