133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

færanleg sjúkrastöð í Palestínu.

7. mál
[21:20]
Hlusta

Frsm. utanrmn. (Halldór Blöndal) (S):

Frú forseti. Utanríkismálanefnd hefur fjallað um þetta mál. Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Félaginu Ísland – Palestína, landlækni, Rauða krossi Íslands og Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Að athuguðu máli telur nefndin rétt að þessu máli verði vísað til ríkisstjórnarinnar.