133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

686. mál
[21:47]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti og fleira, með síðari breytingum, frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndarálitið er að finna á þskj. 1279.

Á þingskjalinu kemur fram hvaða gestir komu til nefndarinnar og þar er frumvarpinu einnig lýst en það fjallar um að bifreiðar sem nota metangas séu undanþegnar vörugjöldum.

Í nefndinni var rætt um sambærilegar undanþágur fyrir aðrar tegundir bifreiða, t.d. svonefndar tvinnbifreiðar. Í ljós komu ákveðin vandkvæði við útfærslu á því. Nefndin vísar til þess að stefnt er að því að fyrir árslok 2008 verði mótuð heildarstefna um skattlagningu ökutækja sem nýta umhverfisvæna orkugjafa.

Ég vil geta þess að nefndin tók þetta mál inn til umfjöllunar áður en það var afgreitt til nefndarinnar til þess að reyna að koma því í gegn. Hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita hv. þm. Pétur H. Blöndal, Jóhanna Sigurðardóttir, með fyrirvara, Dagný Jónsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, með fyrirvara, Birgir Ármannsson, Ásta Möller, Sæunn Stefánsdóttir og Ögmundur Jónasson, með fyrirvara.