133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[22:31]
Hlusta

Frsm. umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara að gefnu tilefni, ég er ekki í nokkrum vafa um að hv. þingmenn Vinstri grænna eða annarra flokka muni ekki haga máli sínu með þeim hætti að það muni skaða málið. Ég vil bara vekja athygli á þessu vegna þess að við vitum alveg hvað við ætlum með þetta mál. Útgangspunkturinn er sá að málið er í samvinnu við aðila, ég hef engar áhyggjur af því og er algjörlega sannfærður um að þingmenn muni ekki gera neitt sem mun skaða það ferli. Það er eðli máls samkvæmt viðkvæmt en ef við vöndum okkur öll verður árangurinn glæsilegur.