133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[22:36]
Hlusta

Frsm. umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í örstuttu máli er það vanalega þannig að ef maður vill fá svar frá einhverjum spyr maður viðkomandi. Ég efast um að (Gripið fram í.) ef hv. þm. Guðjón Ólafur Jónsson hefði stórar athugasemdir við þetta væri hann á málinu. Eðli málsins samkvæmt verður hv. þm. Sigurjón Þórðarson að spyrja þann sem er með fyrirvarann.

Hins vegar er ákveðinn misskilningur að það séu 27 manns í stjórn eins og hv. þingmaður veit (Gripið fram í: 29.) sem hefur setið í nefndinni. Þetta er sjö manna stjórn en síðan eru svæðisráð þannig að heimamenn geti komið beint að þessu og ég hélt að það væru sjónarmið sem hv. þm. Sigurjón Þórðarson mundi styðja.