133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[22:37]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst miður að hv. formaður nefndarinnar geti ekki upplýst betur í hverju þessi fyrirvari liggur. Hér er um mikilvægt mál að ræða eins og fram hefur komið. Það er á annan milljarð króna sem er ætlað í það að stofna þjóðgarðinn. Ég trúi varla að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stundum gengið undir slagorðinu „Báknið burt“ telji heppilegt fyrirkomulag að hafa svo marga í stjórn. Reyndar hafa komið efasemdarraddir innan úr Sjálfstæðisflokknum, m.a. hefur hv. þm. Ásta Möller lýst því yfir að þetta sé ekki heppilegt.

Það er greinilegt að Guðlaugur Þór Þórðarson telur þetta heppilega stjórnun. Ég efast hins vegar um það.