133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

umferðarlög.

178. mál
[22:53]
Hlusta

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá samgöngunefnd um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið til sín gesti.

Með frumvarpi þessu er lagt til að refsing verði lögð við því að aðrir en fatlaðir stöðvi ökutæki eða leggi því á merktu svæði fyrir bifreiðir fatlaðra. Til að ná því markmiði er lögð til leiðrétting á ákvæði 2. gr. frumvarpsins.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svohljóðandi breytingum:

Við 2. gr. Greinin orðist svo:

2. mgr. 100. gr. laganna orðast svo:

Eigi skal þó refsa fyrir brot, sem tilgreind eru í 1. mgr. 108. gr., að j-lið 1. mgr. 28. gr. undanskildum, sbr. b-lið 1. mgr. 108. gr., nema stöðvun eða lagning ökutækis hafi haft í för með sér hættu fyrir aðra eða að óþörfu valdið óþægindum fyrir umferðina.

Kristján L. Möller og Þórunn Sveinbjarnardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Jón Bjarnason var áheyrnarfulltrúi við afgreiðslu málsins og er hann samþykkur áliti þessu.

Undir nefndarálitið rita hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Guðjón Hjörleifsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Jón Kristjánsson og Guðjón A. Kristjánsson.