133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

láglendisvegir.

15. mál
[22:54]
Hlusta

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá samgöngunefnd um tillögu til þingsályktunar um láglendisvegi.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir.

Með tillögu þessari er lagt til að Vegagerðinni verði falið að vinna tillögur sem byggjast á því að allar helstu leiðir á þjóðvegi 1, Vestfjörðum og norðausturhluta landsins verði á láglendi, undir 200 m hæð yfir sjó. Lagt er til að við gerð þessara tillagna taki Vegagerðin mið af auknu öryggi og styttingu leiða milli suðvesturhornsins og annarra landsvæða, svo og innan landsvæða.

Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Kristján L. Möller og Þórunn Sveinbjarnardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Jón Bjarnason var áheyrnarfulltrúi við afgreiðslu málsins og er hann samþykkur áliti þessu.

Undir álitið skrifa hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Guðjón Hjörleifsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Jón Kristjánsson og Guðjón A. Kristjánsson.