133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[23:09]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Okkur þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þykir rétt að styðja þessa samgönguáætlun þannig að þá sé samgönguáætlun í gildi. Hins vegar hefur verið gert alveg ljóst hér að okkur finnst hún vera allt of slöpp, það þurfi töluvert stórátak í samgöngumálum og við höfum lýst því yfir að eitt fyrsta verk eftir kosningar þegar ný ríkisstjórn tekur við verði að taka upp samgönguáætlunina, breyta henni og gera hana að miklu markvissara átaki en hún stendur nú fyrir.