133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

almenn hegningarlög.

20. mál
[23:15]
Hlusta

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil láta þess getið að þessi breytingartillaga er tæknilegs eðlis. Hún er lögð fram til að tryggja að gildistökuákvæði frumvarpsins vísi til réttrar greinar en við breyttum greinanúmerum í frumvarpinu eftir 2. umr.

Ég ætla jafnframt að nota þetta tækifæri til að benda á þau brot sem með breytingum eftir 2. umr. voru gerð ófyrnanleg, þ.e. um lagaskilin fer eftir almennum lagaskilareglum. Ákvæðið sem hér er verið að gera breytingu á fjallar um lagaskil vegna 18 ára reglunnar en um þau brot sem verða ófyrnanleg fer eftir almennum lagaskilareglum.