133. löggjafarþing — 94. fundur,  17. mars 2007.

þjónustumiðstöð fyrir útgerð og siglingar í Norðurhöfum.

553. mál
[23:51]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Þessi tillaga þar sem 1. flutningsmaður er Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri fjallar um það að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að gera úttekt á möguleikum þess að efla norðanverða Vestfirði sem miðstöð þjónustu við fiskveiðar og skipaflutninga um Norðurhöf og hvort Ísafjarðarhöfn geti orðið uppskipunarhöfn í því sambandi, þ.e. haft verði náið samráð við heimamenn um það. Samhljóða tillaga hefur einnig verið samþykkt einróma í bæjarstjórn Ísafjarðar og það er sérstakt fagnaðarefni að þessi tillaga skuli verða samþykkt á hinu háa Alþingi.