134. löggjafarþing — þingsetningarfundur

varamenn taka þingsæti.

[14:19]
Hlusta

Aldursforseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Borist hafa tvö bréf um forföll þingmanna. Hið fyrra er frá 4. þm. Norðvesturkjördæmis, Jóni Bjarnasyni, og hljóðar svo:

„Þar sem ég get ekki af persónulegum ástæðum sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Hið síðara er frá 6. þm. Suðvesturkjördæmis, Ögmundi Jónassyni, og hljóðar svo:

„Þar sem ég get ekki af persónulegum ástæðum sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísun í 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“