134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

[15:10]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl):

Virðulegi forseti. Í tilefni af því sem stendur í stjórnarsáttmálanum: „Tryggja skal stöðugleika í sjávarútvegi. Gerð verður sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða“ vil ég spyrja utanríkisráðherra sem formann Samfylkingarinnar hvort það sé afstaða Samfylkingarinnar að taka tillit til ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar og þá að hvaða leyti og hversu víðtækt.