134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

[15:12]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að sjálfsögðu að hv. 10. þm. Reykv. s., Jón Magnússon, les vel stjórnarsáttmálann og vill leggja sig eftir því að eftir honum verði farið. Það vil ég að sjálfsögðu líka og þess vegna munum við gera þá úttekt sem þarna er kveðið á um á aflamarkskerfinu og reyna að átta okkur á því hvaða afleiðingar eða áhrif það hefur haft annars vegar á fiskveiðiauðlindina í sjónum og hins vegar á sjávarbyggðirnar og skoða síðan framhald málsins í ljósi þeirrar úttektar sem þar verður gerð.