134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

framkvæmd þjóðlendulaga.

[15:18]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Ráðherra víkur að gamansemi minni og það er gott og blessað en ég tek líka eftir því að valdsvið ráðherra í hinni nýju ríkisstjórn er greinilega minna en það var fyrir kosningar þegar hann hét bændum og landsbyggðarfólki því að framkvæmd laganna mundi leiða til nýrrar niðurstöðu. Nú er engu um það lofað og ég bið þingheim um að taka eftir því, nú er engu lofað öðru en því að framkvæmdin verði öðruvísi á framkvæmdatímanum. Þetta skiptir miklu máli.

Þú spyrð um það, Árni, fyrir hönd hvers Morgunblaðið segir þetta (Forseti hringir.) , það er einfaldlega sagt frá þessu í fréttaskýringu. Ég fer fram á fullt svar við því: Telur þú að þetta muni engu breyta um niðurstöðurnar eða telurðu að þetta mundi einhverju breyta? Ég endurtek spurninguna.