134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

umfjöllun um sjávarútvegsmál.

[15:57]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill geta þess vegna þess sem hér hefur komið fram að hann leit svo á að komið væri býsna gott samkomulag á milli sjávarútvegsráðherra og forustu þingflokkanna um að hefja umræður um þetta mikilvæga mál sem snýr að sjávarútvegi með því að efnt var til fundar í morgun. Forseti hafði gert ráð fyrir því að í ljósi þeirrar umræðu sem verður og í ljósi þeirrar framvindu sem yrði um 3. dagskrármálið yrði tekin ákvörðun um framhaldið. Forseti hvetur hv. þingmenn til að taka tillit til þess hversu hratt við getum afgreitt 3. dagskrármálið og ég tel að það séu allar líkur á því að innan mjög skamms tíma verði hægt að kjósa þær nefndir sem um er að ræða. Það er engin vá fyrir dyrum enda eins og ég gat um fyrr var komið á tiltekið samkomulag í mínum huga um samráð á milli sjávarútvegsráðherra og forsvarsmanna þingflokkanna.