134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

þingsköp Alþingis.

10. mál
[16:56]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mér þótti hv. þingmaður tala helst til óvirðulega um mitt góða ráðuneyti en ég vona að ég vinni henni og öðrum vel með sæti mínu þar.

Hv. þingmaður talaði um bútaráðuneyti. Það er þá rétt að (Gripið fram í.) — nei, hv. þingmaður gerði það — rifja það upp að í síðasta skiptið sem þessi aðskilnaður var sat einmitt í sæti hæstv. iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson og sá sem fór með hinn bútinn, eins og hv. þingmaður kallar það, er nú einn af leiðtogum lífs hennar, sjálfur Svavar Gestsson. Það er ekki leiðum að líkjast.